Matthías Matthíasson
sérfræðingur í klínískri sálfræði

ATH: Vegna verkefnaálags er því miður ekki hægt að bóka tíma fyrir ný mál næstu 8-10 mánuði

(Skilaboð sett inn í október ‘23)

Meðferð á Kara Connect og sálfræðistofa
Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

Áhersluatriði í meðferð

 

Fjarmeðferð

Meðferðin fer aðallega fram sem fjarmeðferð. Ef þurfa þykir er hægt að hafa
staka tíma á stofu en meginreglan er að nota Kara Connect kerfið til að veita meðferð.

 

HAM fyrir fullorðna

Í meðferð er unnið með vanda fullorðinna einstaklinga og er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Þunglyndiseinkenni

Einkenni þunglyndis eru meðal annars minnkuð virkni, áhugaleysi, orkuleysi og svartsýni. Slík einkenni hafa áhrif á virkni, matarlyst og svefn.

Kvíðaeinkenni

Einkenni kvíða eru meðal annars hræðsla, vöðvaspenna, hröð öndun og neikvæð sjálfsmynd. Einkenni af þessu tagi geta dregið úr virkni.

 

Áfengis og vímuefnavandi

Áfengis- og vímuefnanotkun getur aukið á einkenni þunglyndis og kvíða. Mikilvægt er að skoða neyslumynstur og viðhaldandi þætti.

Áföll

Afleiðingar áfalla geta verið mismunandi og geta haft áhrif á ýmsum sviðum. Stundum er um flókin áföll að ræða sem geta tengst langvarandi erfiðri reynslu í uppvexti.

Sjálfsmynd og kynhneigð

Ýmis vandi getur komið upp hjá þeim sem koma út úr skápnum sem samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Um getur verið að ræða skort á styðjandi félagslegu umhverfi eða jafnvel beina ógn.